Um Batteríið
Sérstaða fyrirtækisins felst í yfirgripsmikilli þekkingu á aðlögun mannvirkja að umhverfi og veðurfari, algildri hönnun og öryggi notenda. Markmiðið er að þessi sérstaða endurspeglist í öllum verkefnum fyrirtækisins ásamt stefnumiðum þess. Mikilvægir þættir í viðleitni fyrirtækising til að veita framúrskarandi þjónustu eru sérhæfing í þrívíðri hönnun með BIM eiginleikum, öflugir innviðir byggðir á SharePoint og alþjóðlegt gæðastjórnunarkerfi samkvæmt ISO 9001 staðlinum.
Verðlaun
2018
2016
2016
2016
2015
2013
2013
2013
2012
2012
2012
2012
2012
2012
2012
2011
2011
2011
2010
2010
Okkar Þekking
Mikilvægi aðgengis er hátt metið af fyrirtækinu og ráðgjöf innan sviðs algildrar hönnunar er framúrskarandi. Batteríið Arkitektar er stoltur höfundur bókarinnar "Aðgengi fyrir alla", fyrsta íslenska handbókin um aðgengi og algilda hönnun.
Síðan 2004 hafa Batteríið Arkitektar, ásamt dótturfyrirtækinu TBL Arkitektar, tekið þátt í umfangsmiklu alþjóðlegu samstarfi og lagt fram sérfræðiþekkingu sína í stórum verkefnum á alþjóðavettvangi.
Fyrirtækið hefur meðal annars leitt hönnun á stóru álveri fyrir Alcoa á Íslandi, 28.000 fermetra tónlistar- og ráðstefnuhúsi í Reykjavík með listaverkum eftir Ólaf Elíasson, auk þátttöku í ýmsum samkeppnum og verkefnum í Kanada og Noregi, þar sem það hefur hlotið verðlaun fyrir nýstárlegan arkitektúr.
Þetta samstarf nær yfir ólíka geira, þar á meðal heilbrigðisþjónustu, fjármál og opinbera innviði og sýnir fram á hæfni Batterísins til að starfa með alþjóðlegum fyrirtækjum og sveitarfélögum. Þannig styrkir fyrirtækið stöðu sína í alþjóðlegum arkitektúr og hönnun.