Eiganes Holberg

Eiganes Holberg

Ár
2012
Staðsetning
Stavanger, Noregur
Stærð
13,995 m2
Samstafsaðilar
Viðskiptavinur
Eiganes B3 AS
design image
Batteriid sem undirverktaki fyrir Link Arkitektur tók við forprosjekti af Stein Halvorsen Arkitekter árið 2010. Um er að ræða endurhönnun á íbúðum til að uppfylla aðgengiskröfur í  nýrri  byggingareglugerð TEK 10. Og í framhaldi af því að gera verkteikningar ásamt eftirfylgni á byggingarstað.
Um er að ræða 3 byggingar með samtals 87 íbúðum auk bílakjallara.  Bygging A 29 íbúðir, Bygging B 25 íbúðir og bygging C 33 íbúðir. Byggingarnar eru allar með hátt til lofts og stórum gluggum en uppfylla þrátt fyrir þetta háar orkukröfur.  (Þar sem meðal annars er notast við glugga með U gildi 0,8)Byggingarnar eru með staðsteyptum milliplötum og burðarveggjum milli íbúða vegna hljóðvistar en útveggir eru léttir til að minka varmatap.  Utveggjaklæðning er að mestu múrsteinn. Pokapússaður með hvítri kalk pússningu. En einnig er notast við timbur í tengslum við innganga og á efstu hæð sem er inndregin. Allar íbúðir hafa birtu frá að minstakosti 2 hliðum  og sama á við um útisvæði / svalir sem eru á báðum hliðum.

Önnur Verk