GAJA, gas- og jarðgerðarstöð

GAJA, gas- og jarðgerðarstöð

Ár
2017
Staðsetning
Álfsnes, Ísland
Stærð
12,800 m2
Staða
Klárað
Viðskiptavinur
Sorpa bs.
design image
Gas-og jarðgerðarstöð Sorpu að Álfsnesi er næsta stóra skrefið í framtíðar umhverfisvernd, með tilkomu stöðvarinnar verður raunhæfur möguleiki að endurnýta 95% af öllum úrgangi frá heimilum á höfuðborgarsvæðinu. Framleiðsla á metan gasi mun aukast til muna og dugar til að knýja um 7-8.000 metanbíla. Einnig mun stöðin skila 10-12.000 tonnum af jarðvegsbæti sem nýta má til uppgræðslu lands.
Byggingin er hönnuð með því fyrir huga að hún falli sem best inní umhverfið, úthagatorf mun vera lagt yfir bróðurpart hússins og gætt er að lyktarmengun verði með minnsta móti. Stöðinni er einnig ætlað að vera fyrirtaks vinnuumhverfi þar sem næg dagsbirta nær inn í stóru vinnurými stöðvarinnar.
Hlutverk stöðvarinnar verður fyrir utan vinnslu einnig fræðslusetur, þar sem tekið verður á móti gestum og þeim kynnt þessi framtíðarlausn í endurvinnslu og orkuvinnslu. Einnig verður hægt að skoða stöðina á öruggan máta á sérstökum gangi fyrir ofan vinnslugólfið.

Önnur Verk