Framtíðarsýn fyrir Grindavík

Framtíðarsýn fyrir Grindavík

Staðsetning
Grindavík, Ísland
Staða
Í vinnslu
Viðskiptavinur
Grindavíkurbær
design image

Jafnvægi fortíðar og framtíðar

Verkefnið snýst um að finna jafnvægi á milli þess að varðveita söguleg ummerki og nýta bæjarlandið á farsælan hátt til framtíðar. Markmiðið er að sameina fortíð og framtíð með því að varðveita minningar og skapa ný tækifæri fyrir næsta kafla í sögu Grindavíkur. Grindavík verður ekki aðeins endurbyggð, heldur umbreytt í einstakan stað sem íbúar og gestir geta notið og lært af um ókomin ár.

Helstu áherslur tillögunnar

Ummerki hamfaranna, svo sem lega sprungna, hraun og minjar húsa, verða varðveitt og nýtt á nýstárlegan og öruggan hátt.
Sérstök áhersla er lögð á að varðveita söguleg mannvirki eins og Hópið, Salthúsið og Verkalýðshúsið við Víkurbraut.
Gönguleiðir, sýningar og merkingar verða settar upp til að gera náttúruöflin og áhrif þeirra sýnileg og aðgengileg.
Hluti þeirra húsa sem orðið hafa fyrir tjóni verða fjarlægð.

Næstu skref í verkefninu

Grindvíkingum hefur verið kynnt tillaga að rammaskipulagi og þeim boðið að koma með ábendingar og athugasemdir. Næst verður unnið áfram með tillöguna og hún kynnt að nýju fyrir bæjarbúum. Þá hefst leit að fjármögnun og samstarfsaðilum með það að markmiði að hrinda tillögunni í framkvæmd á markvissan og sjálfbæran hátt.
Með þessum skrefum mun Grindavík sameina sögulegt gildi og framtíðarþróun og skapa einstakan bæ fyrir komandi kynslóðir.
 

Önnur Verk