Íþróttamiðstöð Grindavíkur

Íþróttamiðstöð Grindavíkur

Ár
2015
Staðsetning
Grindavík, Ísland
Stærð
1,727 m2
Staða
Klárað
Samstafsaðilar
Viðskiptavinur
Grindavíkurbær
design image
Íþróttamiðstöð Grindavíkur er hugsuð sem öflug viðbót við íþróttamannvirkin á svæðinu. Byggingin sem er í raun tengibygging milli íþróttahúss, sundlaugar og í átt að framtíðar tengingu við núverandi búningsaðstöðu knattspyrnu. Byggingin mun örva samnýtingu og tengsl húsanna sem fyrir eru um leið og hún er aflgjafi fyrir almenna íþróttaiðkun og mikilvæg viðbót í æskulýðs- og unglingastarfi bæjarins.
Íþróttamiðstöðin verður nýtt hjarta íþróttaiðkunar í Grindavík. Byggingin er áfangi í uppbyggingu svæðisins og verður þungamiðja tengst frekari uppbyggingu sem líkleg er á svæðinu í náinni framtíð. Auk þess að vera anddyri og forsalur er byggingunni ætlað að mæta aukinni þörf á búningsklefum auk skrifstofu- og félagsrými Ungmennafélags Grindavíkur.

Önnur Verk