Legudeildarbygging og Geðdeild

Legudeildarbygging og Geðdeild

Staðsetning
Akureyri, Ísland
Stærð
5,070 m2
Staða
Not Started
design image
Stækkun Sjúkrahússins á Akureyri er stór viðburður í heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Í áratugi hefur geðdeildin verið á hrakhólum og legurými ófullnægjandi og aðstaðan almennt takmarkandi fyrir þá þjónustu sem þarf að vera hægt að veita. Því eru það algerar frumforsendur í okkar hönnun að tryggja hagkvæmt og sveigjanlegt, sérsniðið húsnæði fyrir starfsemina, byggða á reynslu teymisins og þekkingu af fyrri verkum. Í þeirri viðleitni okkar leggjum við áherslu á að ná jafnvægi milli þeirra krafna sem vísindalegar læknismeðferðir gera og þeirrar listar sem góð umönnun sjúklingsins er. Kannski er þetta besta lýsingin á því hvað mjög góður spítali á að vera og hvernig hann tryggir öryggi allra sem að honum koma, hámarkar mögulega samvinnu og samþættingu starfseminnar og skilar okkur framsæknum og leiðandi háskólasjúkrahúsi.

Vísindaleg meðferð veitir sjúklingum það besta sem læknisfræði getur boðið upp á með bestu fáanlegu starfsháttum og gagnreyndum umönnunaferlum auk skilvirkrar notkunar allrar tiltækrar tækni og úrræða. Með markvissri samþættingu og hönnun þessara þátta eflum við gagnkvæmt traust og öryggi milli sjúklingar og starfsfólks.

Listin við góða umönnun byggir á skilningi á því að hún þurfi að eiga sér stað í heilbrigðu umhverfi sem hefur verið hannað , bæði í mannlegu og líkamlegu tilliti, til að hughreysta, upplýsa og lækna sjúklinga og styðja þá og fjölskyldur þeirra á yfirvegaðan og áhrifaríkan hátt.

Önnur Verk