Kennaraháskóli Íslands
Ár
2000
Staðsetning
Reykjavík, Ísland
Stærð
3,550 m2
Staða
Klárað
Samstafsaðilar
Viðskiptavinur
Menntamálaráðuneytið
Verkefnið er vinningstillaga í lokaðri samkeppni um stækkun Kennaraháskólans árið 1999. Markmiðið var að hanna byggingu, sem uppfyllti markmið keppninnar um “samvirka kennslumiðstöð” - byggingu sem var verðugur nágranni núverandi aðalbyggingar, án þess að um eftiröpun var að ræða, með ytra viðmót látlaust en skýrt yfirbragð, jákvætt og aðlaðandi.
Nýbyggingin er austan núverandi aðalbyggingar á einni til þremur hæðum og sett saman af fjórum megin formum. Í byggingunni eru tveir fyrirlestrasalir, bókasafn, fjölnotarými, kennslu- og rannsóknastofur, kantína auk stoðrýma.
Í efnisvali utanhúss er byggingin viðhaldslítil, veggir steyptir og álklæddir eða flísalagðir að utan. Efnisval innanhúss er miðað við upprunaleg efnisgæði skólans, einfalt með samspil málaðra og viðarklæddra veggja. Haldin var lokuð samkeppi listamanna um skreytingu byggingarinnar og voru verk Keis Vissen valin til útfærlsu.
Ljósmyndari - Christopher Lund