Víðistaðaskóli
Ár
2006
Staðsetning
Hafnarfjörður, Ísland
Stærð
4,000 m2
Staða
Klárað
Viðskiptavinur
Hafnarfjarðarbær
Byggingin er stækkun á eldra skólahúsi. Þrír byggingakjarnar eru tengdir saman með tveimur göngubrúm frá annarri hæð. Byggingarnar móta nýtt skólatorg þar sem aðal göngustígur hverfi sins þverar skólalóðina með beinni aðkomu að öllum deildum skólans. Í nýju byggingunni eru m.a. kennslurými, bókasafn, stjórnunarálma, mötuneyti, fjölnotasalur og fyrirlestrasalur. Litað gler er í gluggum nýju kennsluálmunnar sem brýtur upp dagsljósið og skapar litabrigði og gleði.