Víkurbraut 1

Víkurbraut 1

Ár
2023
Staðsetning
Höfn, Ísland
design image
VESTURSVÆÐI - Víkurbraut 1
Þar er miðbæjartorg með útisviði, stallaður flötur að sviði fyrir áhorfendur, og gras-svæði. Torgið mun verða samkomustaður þar sem unnt er að halda fjölmennar bæjarhátíðir og aðra menningarviðburði. Takmörkuð umferð ökutækja s.s. þjónustubifreiða er heimil á ákveðnum tímum hluta úr degi. Gert er ráð fyrir að á torginu megi tímabundið koma fyrir ýmsum búnaði í tengslum við skemmtanir og útisamkomur svo sem sölutjöldum og þess háttar.

AUSTURSVÆÐI - Álaugarvegur 2
Íbúabyggð umlykur inngarð sem er opinn almenningi. Íbúðir á jarðhæð hafa sérafnoreiti sem snúa að suðurhlið, sum innan við inngarð og önnur sunnan við byggingarnar. Íbúðir á efri hæðum hafa svalir eða einka þakgarða. Aðgengi að garðinum er gegnum vindvarin hlið í umliggjandi byggingum. Inngangar eru sýndir á deiliskipulagsuppdrætti. Í garðinum eru leik- og dvalarsvæði fyrir íbúa til að njóta samveru og friðsældar. Göngubrautir sem liggja í gegnum skipulagssvæðið fara í gegnum inngarð. Bílastæði fyrir íbúana eru í bílakjallara. Gestastæði eru á austursvæði lóðarinnar, við Álaugarveg og sunnanmegin á lóðinni.

NORÐURSVÆÐI - Víkurbraut 5
Íbúabyggð umlykur inngarð sem er opinn almenningi. Íbúðir á jarðhæð hafa sérafnoreiti sem snúa að suðurhlið, sumar innan við inngarð og aðrar sunnan við byggingarnar. Íbúðir á efri hæðum hafa svalir. Aðgengi að garðinum er gegnum brot í byggðarlínu og hlið á norðvesturhluta reitsins. Inngangar eru sýndir á deiliskipulagsuppdrætti. Í garðinum eru leik- og dvalarsvæði fyrir íbúa til að njóta samveru og friðsældar. Steinnveggur umkringir lóðina við Víkurbraut, hann er mest 1m á hæð. Bílastæði fyrir íbúa og gesti eru norðanmegin við lóðina

Önnur Verk